Kom Maríu hrikalega á óvart

Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngkonan María Ólafsdóttir flytur framlag Íslands í Eurovision keppninni í Vínarborg í vor. Hún segist vart vera búin að ná því að hafa farið með sigur af hólmi í gærkvöldi. 

Hún segir þetta vera góða tilfinningu en spennan hafi verið mikil í gærkvöldi. „Þetta kom mér svo hrikalega á óvart að ég fór eiginlega bara á taugum. Ég var búin að ákveða það í huganum að Frikki (Friðrik Dór) væri að fara að taka þetta. Þannig að ég trúði þessu varla,“ segir María í samtali við mbl.is

Að sögn Maríu tekur nú við undirbúningur fyrir keppnina í maí en fyrsta skrefið sé að fullklára lagið Unbroken sem þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson sömdu.

Hún á ekki von á því að miklar breytingar verði gerðar á laginu frá því sem var í gær og að hennar sögn er það sami hópur og sá sem kom að flutningi þess í gær sem fer til Vínar í maí.

Arnar Eggert Thoroddsen fjallaði um lögin í söngvakeppninni í Morgunblaðinu í gær. Hann hafði þetta meðal að segja um lagið Unbroken (Lítil skref):

„... þá er þetta kannski Eurovisionlegasta lagið í kippunni. Stóreflis dramapopp að hætti Celine Dion og menn eru ekkert að spara til í epíkinni. Lagið gengur þannig vel upp, viðlagið krækir fast í mann en stjarna lagsins er þó söngkonan unga, María Ólafsdóttir. Hún ljær því nákvæmlega það púður sem lagið kallar á; söngurinn er orkuríkur, ástríðufullur og einkar sannfærandi. Vel gert,“ skrifar poppskríbent Morgunblaðsins.

„Lagið varð til mjög fljótt. Það samdi sig eiginlega sjálft á tíu mínútum eða korteri. Við fórum eftir mjög einfaldri en grípandi formúlu þannig að erindið og viðlagið er sungið eins, bara hvort í sinni áttundinni,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, meðlimur í lagahöfundateyminu StopWaitGo, aðspurður hvernig gekk að semja lagið „Lítil skref“ í viðtali við mbl.is fyrr í mánuðinum.

„Lagið er um það að komast yfir einhvern sem maður hefur átt í sambandi við og hvernig það sé gert með litlum skrefum,“ segir Ásgeir Orri. Lagið er flutt af söngkonunni Maríu Ólafsdóttur en hún og StopWaitGo hafa unnið saman áður.

„Við komum fyrst auga á hana þegar við vorum öll saman í Versló og höfum síðan verið að fá hana til að syngja fyrir okkur alls konar verkefni,“ segir Ásgeir Orri. „Það eru fáir sem er betra að vinna með, en hún er bæði með sönghæfileika en líka eiginleikann til að geta gert hvað sem er. Það er rosalega auðvelt að stýra henni og svo er hún auðvitað ótrúlega fær söngkona.“ Lagasmíðar eru aðalstarf meðlima StopWaitGo og hafa verið það síðustu ár. Eru þeir á samningi við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum sem sér þeim fyrir verkefnum.

Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Friðrik Dór Jónsson - María Ólafsdóttir biðu í ofvæni eftir …
Friðrik Dór Jónsson - María Ólafsdóttir biðu í ofvæni eftir niðurstöðu símakosningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Eggert Jóhannesson
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Eggert Jóhannesson
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Eggert Jóhannesson
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Eggert Jóhannesson
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og …
Flytjandi lagsins Lítil skref er María Ólafsdóttir. Höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson